Reflectiv glerfilmur
 
     
       
   
 
   
       
 

Til hvers eru álímdar glerfilmur notaðar?

Álímdar Reflectiv glerfilmur eru settar á glugga eða glerskilrúm í þeim tilgangi að breyta tilteknum eiginleikum. Þær eru til að veita vörn (gegn glerbrotum, sólargeislum eða forvitnum augum) eða til innanhússhönnunar með notkun litafilma, glerlistarfilma eða filma með myndrænum formum.
Auðvelt er að setja allar þessar filmur á og þær þarfnast ekki neins viðhalds.

Hvernig er hægt að gera glugga öruggari með notkun álímdrar filmu?

Reflectiv öryggisfilmur eru mjög sterkar, gegnsæjar filmur sem settar eru á gler í þeim tilgangi að styrkja það. Þær fyrirbyggja slys í heimahúsum af völdum glerbrota og hægja á sprungumyndun.
Filma af þessari gerð myndar gegnheila himnu sem styrkir glerið um leið og hún viðheldur gegnsæi þess.
Reflectiv öryggisfilmur eru framleiddar m.t.t. öryggisstaðla og fengu M1 vottun frá CSTB (Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins í Frakklandi): pólíesterfilman eyðist án þess að skapa eldhættu eða dreifa eldinum og jafnvel við slíkar aðstæður trosnar filman ekki í sundur.

Hvernig er hægt að fá vörn geng sólarhita með notkun álímdra filma fyrir gler?

Reflectiv framleiðir filmur sem endurkasta allt að 79 af hundraði sólarorkunnar í þeim tilgangi að vinna gegn sólarhita en gera samt sem áður kleift að sjá út. Þær vinna því gegn gróðurhúsáhrifum sem sólargeislarnir valda og spara lofkælingu.

Hvernig má spara orkunotkun með notkun álímdra filma fyrir glugga?

REFLECTIV framleiðir álímda filmu fyrir glugga sem dregur úr orkunotkun sumar og vetur. Þessi filma, sem er með smáum áldeplum, endurkastar allt að 48 af hundraði hitans á sumrin og dregur þannig úr notkun loftkælingar en leyfir sólargeislunum að skína í gegn á veturna þegar sólin er lægra á lofti og hita upp.

Hvernig er hægt að nota álímdar glerfilmur gegn forvitnum augum?

REFLECTIV framleiðir filmur með sandblástursáferð til þess að líma á glugga, glerhurðir eða skilveggi þannig að ekki sjáist inn. Filman styrkir jafnframt glerið ef þrýst er á það eða ef slys verður.

REFLECTIV framleiðir einnig spegilfilmu sem gerir þér kleift að sjá út án þess að sjást. Þessi filma byggir á lögmáli um ljósjafnvægi. Þeim megin sem ljósið er meira verður filman að spegli en hinum megin sést í gegnum hana.

Hvernig má nota álímdar filmur fyrir glugga í þeim tilgangi að skreyta glugga eða glerinnréttingar?

Reflectiv framleiðir fjölbreytt úrval af filmum sem hægt er að líma á glugga, glerhurðir eða glerinnréttingar í þeim tilgangi að gefa innanhússrými ferskan blæ.
Velja má um litafilmur í 10 litum, einnig filmur sem líkja eftir steindu gleri (en varðveita engu að síður gegnsæi glersins) og filmur með munstrum (möttum röndum, eftirlíkingu af hansagardínum, englahársfilmur, filmur með möttum tíglum o.s.frv.). Einnig má nota saman litafilmur og aðrar filmur.

 
 
       
botn2
Forsíða  I    Fyrirspurn   I    Fyrirtækið   I     Söluaðilar   I    
botn